Á Ísafirði er veitt öll allhliða heilbrigðisþjónusta. Þar er sjúkradeild, slysa- og skurðdeild, heilsugæsla, endurhæfingardeild, hjúkrunarheimilið Eyri, heimahjúkrun auk margvíslegrar annarar þjónustu. Aðalskrifstofur stofnunarinnar eru á Ísafirði.
Hjúkrunarheimilið Eyri
Hjúkrunarheimilið Eyri var opnað formlega 7. janúar 2016. Þar eru 30 rými og unnið að undirbúningi á byggingu 10 rýma til viðbótar skv. áætlun heilbrigðisráðuneytisins frá 2019.
Umsókn um pláss á Eyri fer í gegnum færni- og heilsmatsnefnd Vestfjarða.
Deildarstjóri Eyrar og Bergs er Auður Helga Ólafsdóttir, audur@hvest.is.
Sjúkrahúsið á Ísafirði , til vinstri, og hjúkrunarheimilið Eyri, í forgrunni. Gamla sjúkrahúsið, hvítt hús með grænu þaki, sést fyrir aftan og er nú safnahús Ísafjarðarbæjar.
Fyrsta skóflustunga að sjúkrahúsinu sem teiknað var af Jes Einari Þorsteinssyni var tekin 1975 og var húsið tekið í gagnið á árunum 1983–95.
Eyri var tekin í notkun í janúar 2016 og var byggð eftir teikningum VA arkitekta sem urðu hlutskarpastir í forvali sem haldið var. Tengigangur tengir heimilið við sjúkrahúsið.
Uppfært 7. mars 2022 (MÞ)