Hjúkrunarheimilið Berg

Hjúkrunarheimilið Berg var opnað 6. desember 2015 í hinu svokallaða Hvíta húsi. Á efri hæðum eru íbúðir fyrir eldra fólk og safnaðarheimili. Í kjallara er endurhæfingarþjónusta.

Tíu rými eru á Bergi. Umsóknir um pláss fara í gegnum Færni- og heilsumatsnefnd Vestfjarða. Deildarstjóri er Auður Helga Ólafsdóttir, audur@hvest.is, sem einnig er deildarstjóri á Eyri, en aðstoðardeildarstjóri er Svala Einarsdóttir, svalabe@gmail.com.

Hægt er að fá samband við Hjúkrunarheimilið Berg í síma 450 4595.

Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík mars 2020

Heilsugæslusel

Heilsugæslusel er að Höfðastíg 15.

Selið er opið á mánudögum frá kl. 13:00–15:00 og fimmtudögum 09:00–12:00.

Heimahjúkrun

Heimahjúkrun er sinnt í Bolungarvík frá heimahjúkrunardeildinni á Ísafirði.

Uppfært 3. júlí 2024 (HEP)

Var síðan gagnleg?