Dagana 27. til 30. september fer fram skimun fyrir brjóstakrabbameini á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og dagana 4. til 5. október á heilsugæslunni á Patreksfirði.
Þær konur sem hafa fengið bréf um að koma í skimun eru beðnar um að panta tíma í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is
ATHUGIÐ að ekki er tekið við tímabókunum á heilsugæslustöðvunum.
Á heimasíðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana er að finna frekari upplýsingar um skimanir og á heimasíðu embætti landlæknis eru bæklingar bæði um legháls- og brjóstaskimanir á nokkrum tungumálum.
Með því að taka þátt í brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og þannig draga verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins.
Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að skimun er aldrei 100% örugg í að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.
Höf.:SLG