Hjúkrunardeildin á Tjörn á Þingeyri verður ekki lokað tímabundið í sumar eins og gert hafði verið ráð fyrir. Stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ ákváðu þetta í morgun.

 

Óánægju gætti meðal vistmanna með lokun heimilisins á Þingeyri og því var ákveðið að koma til móts við óskir þeirra.

Ákvörðun um lokun hjúkrunardeildarinnar var tekin vegna sumarleyfa starfsfólks annars vegar og hins vegar vegna þess að ákveðið hafði verið að gefa vistmönnunum tækifæri til að komast í endurhæfingarprógramm fyrir aldraða, sem rekið er á Öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísafirði. Með dvöl þeirra á Ísafirði hefði einnig gefist betra tækifæri til að meta læknis- og hjúkrunarþörf viðkomandi vistmanna og sníða þjónustuna við vistmenn að aðstæðum og færni hvers og eins.


Höf.:HH