Heilbrigðisstofnunin hefur nú fest kaup á nýju tæki fyrir augnlækna, svokallað sjónlagstæki.

Er það frá Nikon og heitir Retinomax 2 og er handhægara en hið gamla að því leyti að það er handtæki sem hægt er að nota til sjónlagsmælinga á einstaklingum sem eiga erfiðara með aðgang að tæki sem stendur á borði. Þóra Gunnarsdóttir augnlæknir tók tækið í notkun í dag.


Höf.:SÞG