Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði á dögunum  vinnusamning skv. reglugerð um öryrkjavinnu við Tryggingastofnun ríkisins.

Starfsmaður hefur nú þegar verið ráðinn en það er Kristín Þorsteinsdóttir, sunddrottning með meiru. Kristín mun verða starfsmönnum stofnunarinnar innan handar og ganga í ýmis þau verk sem til falla. Stjórnendur stofnunarinnar lýsa yfir mikilli ánægju með ráðninguna og aðrir starfsmenn bjóða Kristínu velkomna til starfa.


Höf.:SÞG