Á Endurhæfingardeildinni er starfrækt endurhæfingarprógram fyrir aldraða. Þar stunda eldri borgarar á ýmsum aldri styrkjandi og liðkandi æfingar undir stjórn sjúkraþjálfara.

 Meðal þeirra sem hafa tekið þátt er Torfhildur Torfadóttir sem verður 101 árs gömul nú í maí. Torfhildur er mjög létt á fæti þrátt fyrir háan aldur og stundaði sínar æfingar af dugnaði og samviskusemi.


Höf.:SÞG