Starfseining: Skurðdeild, 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur: frá 10.04.2025 til 28.04.2025.
Starfshlutfall: 60-100%
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða skurðhjúkrunarfræðing til starfa. Starfið er sveigjanlegt og fjölbreytilegt og yrði unnið á fleiri deildum stofnunarinnar en á skurðdeild en bakvaktir teknar í samvinnu við aðra skurðhjúkrunarfræðinga.
Hér er gott tækifæri fyrir skurðhjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi og vinna við fjölbreyttar aðstæður.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis.
Verkefni
Verkefni á deildinni eru afar fjölbreytt. Fyrir utan almenna skurðstofuvinnu eru gerðar maga- og ristilspeglanir og móttaka á slysadeild. Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn skurðhjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi og vinna við fjölbreyttar aðstæður.
Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Sérnám í skurðhjúkrun
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tengiliður/ir
- Jóhanna Oddsdóttir (johannao@hvest.is | 450 4500)
- Þuríður Katrín Vilmundardóttir (thuridur@hvest.is | 4504500)