Starfseining: Rannsókn, 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur: frá 11.12.2024 til 23.12.2024.
Starfshlutfall: -50%
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða sjúkraliða á rannsóknadeild stofnunarinnar á Ísafirði frá 1. janúar 2025 eða skv. samkomulagi. Starfshlutfall er 50% eða skv. samkomulagi og starfið er unnið í dagvinnu. Ráðið verður í starfið til eins árs.
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Verkefni
Aðstoð við lífeindafræðinga á deildinni.
Hæfnikröfur
- Starfsleyfi sem sjúkraliði
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Tengiliður/ir
- Auður Dóra Franklín (audurdora@hvest.is | 450 4516)