Starfseining: Heilsugæsla Heimahjúkrun, 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur: frá 10.02.2025 til 24.02.2025.
Starfshlutfall: 80-100%
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga í heimahjúkrun sumarið 2025. Hluti af sumri kæmi einnig til greina.
Verkefni
Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun veita hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Hjúkrunarfræðingur styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra ásamt því að skipuleggja og veita þá hjúkrun sem þörf er á hverju sinni.
Unnið er í dagvinnu.
Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Starfsreynsla æskileg
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tengiliður/ir
- Heiða Björk Ólafsdóttir (heidabjork@hvest.is | 450 4500)