Starfseining: Röntgen, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 04.12.2024 til 16.12.2024.

Starfshlutfall: 70-100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða geislafræðing á myndgreiningardeild stofnunarinnar á Ísafirði. Um afleysingu vegna fæðingarorlofs er að ræða frá 1. janúar 2025 til 1. júlí 2026 eða í amk eitt og hálft ár. 

Starfshlutfall er 70 – 100% eða skv. samkomulagi, dagvinna með bakvöktum. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri. 

Verkefni

  • Geislafræðingur sinnir daglegum störfum á myndgreiningardeild sjúkrahússins og bakvöktum til móts við annað starfsfólk deildarinnar.

 

Hæfnikröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem geislafræðingur
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag geislafræðinga hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið