Starfseining: Skrifstofa, 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur: frá 08.10.2024 til 21.10.2024.
Starfshlutfall: -100%
Sjálfstæður og jákvæður einstaklingur óskast til að sinna 100% starfi í fjármáladeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem starfar í nánu samstarfi við aðrar deildir.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.
Verkefni
- Fjölbreytt bókhalds- og skrifstofustörf
- Launavinnsla og samningagerð
- Skjalavinnsla og frágangur gagna
- Þátttaka í öðrum verkefnum fjármáladeildar
Hæfnikröfur
- Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á Excel
- Reynsla af Orra fjárhagskerfi ríkisins er kostur
- Íslenskukunnátta skilyrði
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tengiliður/ir
- Elísabet Samúelsdóttir (elisabet.samuelsdottir@hvest.is | 4504500)
- Hanna Þóra Hauksdóttir (hanna.hauksdottir@hvest.is | 4504500)