Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis heimsótti stofnunina í gær 6/9. Nefndin hóf heimsóknina á Þingeyri og lauk henni á Ísafirði.

Á Þingeyri var Tjörn og heilsugæslustöðin skoðuð.  
Eftir ferð nefndarinnar til Bolungarvíkur heimsótti nefndin Fjórðungssjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Ísafirði.   

Á myndinni má sjá þátttakendur og gestgjafa á Þingeyri, talið frá vinstri María Valsdóttir, Erla Ebba Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Þröstur Óskarsson, Elín Valdís Þorsteinsdóttir, Jónína Bjartmarz, Ásta R. Jóhannesdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Þuríður Backmann og Siv Friðleifsdóttir. 
Myndin er fengin af Siv.is og ljósmyndari var Erla Ástmarsdóttir



Höf.:ÞÓ