Það mætti kannski segja að vistmönnum öldrunardeildar HVest hafi brugðið í brún á laugardeginum þegar mikill hópur karlmanna lagði leið sína á deildina og hófu upp raust sína. Hér voru hinir víðfrægu Fjallabræður á ferð en þeir notuðu Aldrei fór ég suður-ferðina til að syngja á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu. Einn af viðkomustöðum þeirra var Heilbrigðisstofnunin og er óhætt að segja að áheyrendur hafi notið vel enda sungið við raust, feimnislaust með öllu. Starfsfólk og, væntanlega, skjólstæðingar stofnunarinnar vilja þakka bræðrum fyrir heimsóknina – og sönginn.


Það er mikil útgerð á stórum flokkum, með undirspili og allt!


Deildin rúmaði varla alla þessa söngmenn gleðinnar en allt hafðist þetta þó.

Höf.:SÞG