Verktakar sem unnu að endurbótum á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða afhentu aðstandendum deildarinnar veglega peningagjöf í morgun. ?Verktakarnir sem unnu þarna ákváðu að gefa allir 30.000 krónur til styrktar deildinni og svo leituðum við fyrirtækja og félaga til að safna hærri upphæð,? segir Pétur Albert Sigurðsson sem stóð fyrir söfnuninni. Alls söfnuðust um 600.000 krónur.

 Aðspurður segir Pétur Albert það undir endurhæfingar-deildinni komið í hvað peningarnir verða nýttir. ?Þetta var hugsað til tækjakaupa en aðstandandur deildarinnar geta sjálfir ákveðið hvað þeim vantar helst. Ég hef sjálfur verið í endurhæfingu þarna og því vildi ég borga smá til baka. Allir tóku mjög jákvætt í að styrkja deildina og söfnunin tók mjög stuttan tíma.?

Fyrirtækin og félögin sem lögðu hönd á plóg eru: Félag opinberra starfsmanna, Hæi, Ísblikk, Sjóvá-Almennar tryggingar, AV pípulagnir, GG málningarþjónustan, Vátryggingarfélag Íslands, GÓK húsasmíði, Sparisjóður Bolungarvíkur, Tækniþjónusta Vestfjarða, Kubbur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur og Póllinn.
Á myndinni má sjá fulltrúa gefenda og stofnunarinnar.
Fréttin er fengin af vef bb.is


Höf.:ÞÓ