Þann 1. janúar nk. munu lög um líffæragjafir breytast þannig að þá munu allir íslenskir ríkisborgarar verða sjálfkrafa líffæragjafar. Vilji fólk ekki gefa líffæri sín, verður það að haka í sérstakan reit í Heilsuveru eða á síðu Landlæknisembættisins til þess að gera afstöðu sína heyrinkunnuga í heilbrigðiskerfinu. Noti fólk ekki tölvu þarf það að láta heimilislækni sinn vita og hann/hún gerir viðeigandi ráðstafanir. 

Hér til hægri er búið að koma fyrir hnappi, Við gefum líf, sem vísar á síðu Landlæknisembættisins þar sem hægt er að fræðast nánar um þetta.

Höf.:SÞG