Vistmenn öldrunardeildarinnar fengu óvænta en skemmtilega heimsókn nú í eftirmiðdaginn.

Þá litu börnin af gulu deildinni á leikskólanum Sólborg við og tóku nokkur lög við tækifærið. Vöktu börnin mikla athygli enda fullfær í lögum og textum sem þau sungu áreynslulaust eins og börnum einum er lagið. Fengu þau svo Svala, piparkökur og ís á eftir svona sem laun erfiðis síns.


Höf.:SÞG