Uppfært 29. desember
Bólusetning fyrir Covid-19 hefst í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða 30. desember. Fyrstu sendingar koma til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og Patreksfirði 29. og 30. desember. Byrjað verður á hjúkrunarheimilinu Bergi kl. 10 30. desember., en það heimili fór illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í apríl. Í fyrstu umferð verða allir íbúar á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar á Ísafirði, Patreksfirði, Bolungarvík og Þingeyri bólusettir auk lækna og hjúkrunarfræðinga í framlínu. Einnig fá íbúar í þjónustuíbúðum Ísafjarðarbæjar á Þingeyri bóluefni, en þeir deila húsnæði með íbúum hjúkrunarheimilisins. Alls eru þetta um 70 manns.
 
Fylgt er landsáætlun um forgangsröðun bæði í þessu skrefi og næstu skrefum og mikið samráð innan heilbrigðiskerfisins á landsvísu til að það bóluefni sem fæst nýtist sem best.  

Höf.:GÓ