Sú var tíð að stofnunin treysti á afleysingu ljósmæðra frá Reykjavík en nú eru breyttir tímar.
Undanfarið ár hafa ljósmæður hér við stofnunina farið til Reykjavíkur og leyst þar af.
Þær skipta með sér 50% stöðu á fæðingadeild Landsspítalans og fara þangað að vinna þegar þörf er á.
Þetta er mjög jákvæð þróun þar sem stofnunin getur nú veitt þessa þjónustu annað og ljósmæðurnar halda góðum tengslum við fagfólk á öðrum stöðum.