Á íbúafundum sem haldnir voru á Flateyri, Suðureyri, Ísafirði og í Súðavík vegna snjóflóðanna sem féllu 14. janúar kom fram að áfram yrði unnið með íbúum á svæðinu sem m.a. finna fyrir einkennum áfallastreitu eða glíma við slæma líðan í kjölfar atburðanna.
Þeim íbúum sem þannig er ástatt fyrir er boðið að fá viðtal við sálfræðing. Hægt er að hafa samband við Örnu Ýri Kristinsdóttur í síma 450 8043 eða í netfangið arnakr@isafjordur.is og panta tíma.
Sálfræðingur mun meta stöðuna með viðkomandi með tilliti til áframhaldandi meðferðarvinnu. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál.
Það er aldrei of seint að vinna með áfallastreitu eða aðrar afleiðingar áfalla.
Með kveðju,
Samráðshópur áfallahjálpar á Vestfjörðum