Árleg inflúenzubólusetning hefst á heilsugæslustöðvunum mánudaginn 4. október n.k.
Á Ísafirði verður bólusett alla virka daga kl. 14-15:30, á Suðureyri og Súðavík á venjulegum stofutímum lækna og á Flateyri og Þingeyri á opnunartímum heilsugæslustöðvanna.
Panta þarf tíma fyrir bólusetninguna. Verð er kr. 310.-, auk komugjaldsins.
Allir geta að sjálfsögðu óskað eftir bólusetningu og komið í veg fyrir slæma flensu eftir áramótin, en þeir sem helst eru hvattir til að láta bólusetja sig eru:
- Allir eldri en 60 ára.
- Börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna-, eða lifrarsjúkdóma.
- Börn og fullorðnir með sykursýki, eða illkynja sjúkdóma.
Höf.:SÞG