Sigríður Ólöf Ingvarsdóttir sem starfað hefur undanfarin ár sem ljósmóðir á fæðingardeild stofnunarinnar hefur verið ráðin sem hjúkrunarstjóri á Þingeyri.
Eins og kunnugt er þá hefur hjúkrunarfræðingur ekki haft fast aðsetur á Þingeyri undanfarin ár.
Dýrfirðingum hefur verið sinnt frá Önundarfirði og hefur Bjarnheiður Ívarsdóttir hjúkrunarstjóri á Flateyri séð um þá þjónustu.
Nú eru breytingar í vændum því stofnunin hefur gengið frá ráðningu Sigríðar Ólafar Ingvarsdóttur sem hjúkrunarstjóra með aðsetur á Þingeyri frá 1. júní n.k..
Reiknað er með að hún verði komin að fullu til starfa þann 15. júní n.k..
Höf.:ÞÓ