Í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur enn ekki greinst smit COVID19 veirunnar. Á norðursvæði er einn í einangrun og einn í sóttkví sem stendur. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að minnka líkur á smiti og viðbragsáætlanir settar í gang.

Helstu úrræði sem gripið hefur verið til eru:

  • Sett hefur verið á fót stjórn sóttvarna vegna veirunnar sem hittist í það minnsta annan hvern dag. Í þeirri stjórn eru forstjóri stofnunarinnar, umdæmislæknir sóttvarna, framkvæmdastjóri hjúkrunar og lækninga, formaður sýkingavarnarnefndar norðursvæðis og hjúkrunarstjóri á Patreksfirði.
  • Á Patreksfirði og Ísafirði hafa verið sett upp móttökuherbergi fyrir fólk með grun um smit sem ekki er hægt að fara í heimavitjun til (ferðamenn).
  • Starfsfólk er upplýst reglulega um gang mála og ábyrgð þeirra í að viðhalda hreinlæti á sinni deild og hjá skjólstæðingum og aðstandendum sem þau eru í samskiptum við.
  • Afmælisveislur og mannfagnaðir á hjúkrunarheimilum eru takmarkaðir.
  • Þeir sem hafa minnsta grun um smit eru beðnir um að koma ekki á stofnunina.
  • Starfsmenn og þeir sem á stofnunina koma eru minntir á að handþvottur og spritt er mikilvægasta vörnin gegn smiti.


Höf.:SLG