Vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli hefur landlæknisembættið sett inn upplýsingar og leiðbeiningar um varnir gegn gosöskunni. Þær eru eftirfarandi:

 

Bráð áhrif gosösku á heilsufar

Um þessar mundir berst mikil aska frá eldgosi í  Eyjafjallajökli. Askan er samsett úr fínum ögnum og stærri ögnum. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar askan fellur. Efnagreining á öskunni hefur ekki borist ennþá en vitað er að aska úr eldstöðvum þaðan geta innhalda mikið af flúor, sem getur haft bæði bráð- og langvinn eituráhrif á grasbítandi dýr.  Gosaska getur einnig haft áhrif á fólk en helstu einkenni eru frá:
Öndunarfærum:
  • Nefrennsli og erting í nefi
  • Særindi í hálsi og hósti
  • Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, t.d. astma, getur fengið berkjubólgur sem varir í marga daga og lýsir sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum
Augum:

Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar. Helstu einkenni eru:

  • Tilfinning um aðskotahlut
  • Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu
  • Útferð og tárarennsli
  • Skrámur á sjónhimnu
  • Bráð augnbólga, ljósfælni

Ráðleggingar til fólks þar sem öskufalls gætir:
  • Nota öndunarfæragrímur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt.
  • Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá
  • Ráðlagt að nota hlífðargleraugu
  • Börn og fullorðnir með öndunarfærasjúkdóma skyldi halda sig innanhúss

Sóttvarnalæknir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra


Höf.:SÞG