Læknisrannsókn er ein forsendna atvinnu- eða dvalarleyfis útlendinga hér og hefur sóttvarnalæknir sett nýja reglur um rannsóknir þessar.

Sóttvarnalæknir hefur samkvæmt reglugerð 414/2007 gefið út nýjar verklagsreglur um læknisrannsókn á fólki sem flyst til Íslands og hvernig meðhöndla skuli niðurstöðu þessara rannsókna.

 

Helstu breytingar frá áður útgefnum leiðbeiningum eru:

  • Nákvæmlega er skilgreint hvaða læknisrannsóknir ber að gera á umsækjendum um dvalarleyfi frá löndum utan EES.
  • Niðurstöður rannsókna á fullorðnum skulu varðveittar á Miðstöð sóttvarna, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og rannsókna á börnum á göngudeild smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins.
  • Greiðsla vegna ofangreindra rannsókna og hugsanlegrar meðferðar sem af þeim hlýst skal greiðast af vinnuveitanda eða umsækjanda dvalarleyfisins fyrstu 6 mánuðina sem dvalið er í landinu.

Nánari upplýsingar fást á vef Landlæknisembættisins.



Höf.:ÞÓ