Þorbjörg Finnbogadóttir og Auður Höskuldsdóttir færðu Bráðadeild stofnunarinnar þ. 6. júní afrakstur styrktar og minningartónleika um Magnús Frey Sveinbjörnsson, son Þorbjargar og Sveinbjörns Magnússonar.
Tók deildarstjóri Bráðadeildar, Auður H. Ólafsdóttir, við gjöfinni, 100 þúsund krónum, sem koma sér afar vel fyrir deildina. Er aðstandendum tónleikanna og flytjendum færðar hugheilar þakkir fyrir framlag þeirra.
Styrktartónleikarnir voru haldnir í Ísafjarðarkirkju á s.l. laugardag. Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt, en meðal þeirra sem komu fram voru Alda Diljá Jónsdóttir úr Reykjavík, Auður Guðjónsdóttir frá Ísafirði, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sópransöngkona á Ísafirði, Benedikt Sigurðsson, söngfugl úr Bolungarvík, Halldór Smárason og Gospelkór Vestfjarða ásamt einsöngvurum. Þá las systir Magnúsar, Laufey Sveinbjörnsdóttir upp frumsamin ljóð í minningu bróður síns.
Höf.:SÞG