Síðasta haust fékk heilbrigðisstofn Vestfjarða á Patreksfirði góða gjöf frá fyrirtækjum og einstaklingum þar á svæðinu. Lionsklúbbur Patreksfjarðar, Vestri BA, Jón Árnason og systkini, Oddi hf og Logi ehf gáfu stofnuninni 7 Lazyboy hægindastóla. Páll Vilhjálmsson, þáverandi formaður Lionsklúbbs Patreksfjarðar hafði umsjón með söfnuninni. Gjöfin hefur heldur betur komið sér vel og við þökkum þessum aðilum kærlega fyrir sitt framlag.