Heilbrigðisstofnin Ísafjarðarbæ hefur endurnýjað verktakasamning um sálfræðiþjónustu við Martein Steinar Jónsson, sérfræðing í klínískri sálfræði.

Marteinn Steinar hefur frá árinu 2003 komið tvisvar í mánuði á heilsugæslustöðina á Ísafirði (tvo daga hverju sinni) og verður það fyrirkomulag áfram óbreytt.
 
Reynslan hefur leitt í ljós að þörf er á þessari þjónustu og að Vestfirðingar kenna vel að meta hagkvæmni þess að geta sótt sálfræðiþjónustu á heimaslóðum.
 
Hægt er að panta tíma hjá Marteini á heilsugæslustöðinni í síma 450-4500


Höf.:ÞÓ