Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að allir einstaklingar fæddir á árunum 1981 til 1985 verði bólusettir gegn hettusótt.
Í Farsóttafréttum sóttvarnalæknis kemur fram að 73 einstaklingar hafa fengið staðfesta hettusótt á tímabilinu maí til nóvember 2005. Síðastliðið haust var faraldurinn talinn vera á undanhaldi en nú hefur komið í ljós að hann er vaxandi ef eitthvað er.
Heilsugæslan hvetur því alla einstaklinga sem fæddir eru 1981 til og með 1985 til að láta bólusetja sig með MMR (ein sprauta).
Bólusetningin er þessum hóp að kostnaðarlausu.