Börn úr Tónlistarskólanum á Ísafirði heimsóttu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði nú fyrir stundu. Barnakórinn söng nokkur lög og svo léku píanónemendur tvíhent í lokin. Þetta er ekki fyrsta heimsókn tónlistarnema og vilja starfsmenn og gestir stofnunarinnar þakka krökkunum kærlega fyrir glaðninginn enda eru þessar heimsóknir hrein upplyfting í skammdeginu. Krakkarnir þáðu síðan vöfflur og ávaxtasafa að flutningi loknum.
Höf.:SÞG