Nokkuð hefur verið spurt um hvernig komur sérfræðinga séu auglýstar hjá stofnuninni og skal það upplýst hér.

Almenna reglan er sú að komur sérfræðinga eru auglýstar í héraðsfréttablaðinu BB í vikunni fyrir komu viðkomandi sérfræðings. 

Helsta undantekningin frá þessu er ef sérfræðingurinn kemur eingöngu til að sjá sjúklinga eftir tilvísun eða að sérfræðingurinn hefur bókað alla tíma fyrirfram þá er ekki auglýst.

Yfirlit yfir komur sérfræðinga má sjá  hér á fsi.is.

Athygli skal vakin á því að komur sérfræðinga eru ekki að jafnaði auglýstar á fsi.is enn sem komið er.

Upplýsingar um væntanlega komu sérfræðinga má ávallt fá í síma stofnunarinnar 450-4500 


Höf.:ÞÓ