Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi mun halda fyrirlestur um geðheilsu miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins.
Elín Ebba hefur starfað með geðsjúkum í rúm 25 ár og tók þátt í Geðræktarverkefninu.
Í þessum fyrirlestri segir hún frá því nýjasta í geðheilbrigðismálum og því sem talið er skila mestum árangri í meðferð geðsjúkra.
Allir þeir sem hafa áhuga á geðheilsu og/eða geðrækt hvort sem er á heimilinu, í skólanum eða á vinnustað eru hvattir til að mæta.