Heilbrigðisráðherra opnaði í hádeginu upplýsingavefinn umhuga.is sem er upplýsingavefur sem miðar að því draga saman upplýsingar er varða geðheilsu barna og ungmenna.

Á umhuga.is geta menn nálgast á einum stað upplýsingar um helstu þætti í uppeldi og aðstæðum barna og unglinga sem hafa áhrif á geðheilsu þeirra á uppvaxtarárunum. Á vefnum verða einnig upplýsingar um þunglyndi og kvíða og upplýsingar um hvert er hægt að leita til að fá aðstoð.

Umhuga.is er forvarnarverkefni á vegum verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi og samstarfsaðila þess. Þjóð gegn þunglyndi hefur frá stofnun einbeitt sér að þunglyndi og sjálfsvígum fullorðinna, m.a. í samstarfi við European Alliance Against Depression, en nú beina menn sjónum sínum að aðstæðum barna og unglinga.


Höf.:ÞÓ