Hjónin Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Jón Hálfdán Pétursson, búsett á Ísafirði, komu færandi hendi á fæðingadeild FSÍ í dag.
Þeim fannst vanta verulega almennilegan stól fyrir nýbakaðar mæður og ákváðu því að fá Hamraborg og Betra bak á Ísafirði í lið með sér til að bæta úr þeim skorti. Nú er fæðingadeildin því orðin leðurklæddum og afar þægilegum Lazy-boy stól ríkari.
Svo vel hittist á að tveir nýburar voru á deildinni, ásamt foreldrum sínum auðvitað og fengu þau að njóta þægindanna. Þau eru frá vinstri talið: Haukur Árni Hermannsson og Arna Grétarsdóttir ásamt syni, Guðný Stefanía Stefánsdóttir ásamt Pétri Þór syni hennar og Jóns Hálfdáns og Íris Ósk Sighvatsdóttir og Guðbjartur Flosason ásamt dóttur þeirra.
Forsvarsmenn stofnunarinnar og starfsfólk hennar þakkar Guðnýju Stefaníu og Jóni Hálfdáni auk Hamraborgar og Betra baks kærlega fyrir höfðinglega og góða gjöf.
From left to right: Sigurjón, the retiring dentist; Gylfi CEO of the healthcare institute; Viðar, the dentist who is still working; and Heiðrún, the assistant
Höf.:SÞG