Á opnu húsi þann 11. júní færðu fulltrúar Verkstjórasambands Íslands stofnuninni blóðskáp að gjöf frá sambandinu.

Blóðskápur er notaður til geymslu á blóði frá Blóðbankanum hér á Ísafirði. 

Starfsfólk og stjórnendur stofnunarinnar vilja við þetta tækifæri þakka Verkstjórasambandi Íslands kærlega fyrir höfðinglega gjöf og hlýhug í garð stofnunarinnar. 

Á myndinni má sjá fulltrúa Verkstjórasambandsins afhenda gjafabréfið. 


Höf.:ÞÓ