Við óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa í sumar á Ísafirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af góðri liðsheild.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 300 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Verkefni
Unnið er með breiðum skjólstæðingahópi og er meðferð veitt á göngudeild og legudeildum sjúkrahússins.
Mörg tækifæri eru til aukinnar heilsueflingar svo sem með námskeiðum og fræðslu fyrir einstaklinga og hópa.
Helstu verkefni eru:
- Skoðun, mat og meðferð
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Þátttaka í fagþróun
Hæfnikröfur
- Starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
- Sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Faglegur metnaður
Laun
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.Tengiliður/ir
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir (sigridur.lara.gunnlaugsdottir@hvest.is | 450 4500)