Starfseining: Sjúkraflutningar, 400 Ísafjörður Umsóknarfrestur: frá 15.01.2026 til 30.01.2026. Starfshlutfall: 10-100%

HVest óskar eftir að ráða sjúkraflutningamann á starfsstöð stofnunarinnar á Patreksfirði til að sinna sjúkraflutningum á bakvöktum. Um áhugavert og fjölbreytt starf er að ræða. Áhugasamir, konur jafnt sem karlar, eru hvattir til þess að sækja um starfið.
Starfið er unnið í tímavinnu og á bakvöktum og því gefst tækifæri á að sinna öðrum störfum samhliða ef áhugi er fyrir því. 

Verkefni

Að sinna sjúkraflutningum á dagvinnutíma, kvöld og nætur.

Hæfnikröfur

Viðkomandi þarf að hafa starfsleyfi sjúkraflutningamanns útgefið af Embætti Landlæknis. Neyðarflutingsréttindi er kostur og séu þau ekki til staðar þarf viðkomandi að vera reiðubúinn til að afla sér þeirra. Gerð er krafa um gott líkamlegt og andlegt atgerfi. Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Íslenskukunnátta áskilin.

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið