Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er kennslustofnun og tekur þátt í þjálfun og starfsnámi lækna á ýmsum stigum. Fer slík þjálfun fram á heilsugæslunni á Ísafirði sem sinnir einnig allri heilsugæsluþjónustu í Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri. Kennslustjóri er Súsanna Björg Ástvaldsdóttir heimilislæknir. Sækir hún sérstök námskeið sem ætluð eru þeim sem hafa umsjón með starfsþjálfun sérnámslækna. Aðrir starfsmenn stöðvanna taka einnig þátt í þjálfuninni/kennslunni.
Varðandi skilyrði og frekari skilgreiningar á starfsnámi kandidata og sérnámslækna skal bent á „reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi“.
Í reglugerðinni (sem er frá apríl 2015) er einnig minnst á skyldur og skilyrði sem hver heilbrigðisstofnun þarf að uppfylla til þess að teljast hæf til að sinna starfsþjálfun kandidata og sérnámslækna.
Kandídatsárið er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða öðlast kandídatar hæfni í því að beita þekkingu sinni úr læknadeild, fræðast betur um klíníska læknisfræði og fá reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða almennra lækna.
Hafir þú áhuga á að starfa með reyndum sérfræðingum í faglegu umhverfi og fjölbreyttum aðstæðum þá er HVest rétti staðurinn fyrir þig. Vertu velkomin(n) til Vestfjarða.
Uppfært 26. apríl 2022 (MÞ)