Áhættuhópum er boðið upp á Inflúensu- og/eða Covid-bólusetningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Áhættuhópar vegna inflúensu eru:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri
- Öll börn fædd 1.1.2020-30.6.2024 sem hafa náð sex mánaða aldri þegar bólusett er.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Barnshafandi konur.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu.
Samtímis verður boðið upp á bólusetningu gegn Covid – 19 fyrir 60 ára og eldri auk þeirra sem af læknisráði er ráðlagt að þiggja slíka bólusetningu. Mikilvægt er að taka fram í tímabókun hvort óskað er eftir annarri bólusetningunni eða báðum.
Tímapantanir: Ísafjörður og nágrenni: 450-4500 Patreksfjörður og nágrenni: 450-2000
Á heilsugæsluseljum verður hægt að óska eftir bólusetningu en bóka þarf fyrirfram
Bólusetning er forgangshópum að kostnaðarlausu.
Bólusetning fyrir þá sem ekki tilheyra þessum hópum verður auglýst síðar.