
Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hugbúnað sem kallaður er Milou.
Fósturhjartsláttarriti er síriti sem ritar fósturhjartslátt hjá konum á meðgöngu og fæðingu og metur einnig með hríðarnema fjölda og styrk hríða.
Milou hugbúnaðurinn virkar þannig að þegar kona er sett í síritann þá vistast upplýsingarnar í rauntíma og sérfræðingar á LSH og/eða sjúkrahúsinu á Akureyri hafa aðgang að ritinu. Þeir lesa það með ljósmóður á staðnum í rauntíma og gefa ráðleggingar um næstu skref þegar um vafaatriði er að ræða. Þetta er afar mikilvægt og eykur öryggi fæðingarstaða á landsbyggðinni.
Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagasambandi íslands árið 2020 fór félagið af stað með verkefni að gefa öllum fæðingarstöðum á landsbyggðinni Milou.
Við þökkum Kenfélagasambandi Íslands kærlega fyrri þessa einstöku gjöf.