Fyrirtækið Klofningur ehf., hefur veitt Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði (Úlfssjóði) fimm milljóna króna styrk til kaupa á nýju sneiðmyndatæki.

 Árið 2006 komu saman aðilar á Ísafirði og hófu söfnun fyrir tölvusneiðmyndatæki fyrir FSÍ.Í kjölfar söfnunarinnar var keypt notað tæki, sem hefur sannað gildi sitt og nauðsyn þess að slíkt tæki sé til staðar í fjórðungnum. Tækið fékkst fyrir upphæð sem var brot af því söfnunarfé sem þá náðist saman. Nú hefur verið ákveðið að endurnýja tækið og gamla tækið mun væntanlega ganga upp í kaupverð þess. Leitað hefur verið einstaklinga og fyrirtækja víðs vegar um land sem hafa svara kallinu af miklum myndugleg leik eins og sést með framlaginu sem Guðni A. Einarsson afhenti fyrir hönd Klofnings í dag.

Klofningur er í eigu flest allra sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum, allt frá Patreksfirði norður að Djúpi. Er það með starfsstöðvar Brjánslæk, Tálknafirði, Ísafirði og Suðureyri. ?Við lítum á þetta sem styrk til allra íbúa á Vestfjörðum,? segir Guðni. Við afhendinguna nefndu forsvarsmenn söfnunarinnar að allur stuðningur sé vel þeginn og þeir sem vildu sýna þessu máli áhuga gætu lagt inn á reikning nr: 1128-05-250328, kt. 430210-0170(Úlfssjóður).

Sneiðmyndatækið hefur komið sér vel, fyrsta árið nýttist það í rannsóknum á 255 manns en það var aðeins í notkun frá júní. Árið eftir var það nýtt fyrir 376 manns sér það, 456 árið 2008 en í ár nýttist það við rannsóknir á 265 manns frá janúar til júlí en þá bilaði það.
Á myndinni eru Óðinn Gestsson og Guðni Einarsson að afhenda styrkinn til forsvarsmanna FSÍ og forsvarsmanna söfnunarinnar sem hófst árið 2006.


Höf.:ÞÓ