Nú er unnið í gagngerum endurbætum á húsnæði slysa- og göngudeildar á 1. hæð Sjúkrahússins á Ísafirði. Þessar breytingar eru löngu tímabærar en deildin hefur verið óbreytt frá opnun eða í yfir 30 ár. Eftir breytingarnar verður slysastofan mun stærri og með því verður rýmra um bæði starfsfólk og skjólstæðinga sem þangað leita. Auk þess að verða bæði innréttingar og búnaður deildarinnar endurnýjaður.

Breytingarnar hafa ekki áhrif á starfsemi slysa- og göngudeildar því útbúin hefur verið bráðabirgðaaðstaða við hlið heilsugæslunnar.

Áætlað er að framkvæmdum verði lokið fyrir páska.


Höf.:SLG