Dansað á tá og hæl
25.05 2011 | Svavar Þór Guðmundsson
Henna ballettdanskennari kom við á öldrunardeildinni um daginn og skemmti skjólstæðingum.
Það var ekki nóg með að hún dansaði fyrir fólkið, heldur bauð hún þeim sem vildu og gátu upp í dans. Þau voru því mörg brosin sem færðust á brá þennan daginn og fólkið allt í sjöunda himni með skemmtunina. Kann starfsfólkið og ekki síður skjólstæðingar deildarinnar Hennu miklar þakkir fyrir innlitið.