Björn Jóhannesson lögmaður heimsótti stofnunina í gær og kom færandi hendi.
Sigurgeir M. Jónsson í Engidal, hafði fyrir andlát sitt ákveðið að andvirði íbúðar hans á Hlíf II skyldi renna til Heilbrigðisstofnunarinnar annars vegar og Ísafjarðarkirkju hins vegar.
Þorsteinn Jóhannesson lækningaforstjóri tók við þessari höfðinglegu gjöf og ítrekaði þakklæti stjórnenda og starfsmanna enda skipta slíkar gjafir sköpum í endurnýjun búnaðar.
Hugmyndin er að festa kaup á nýju speglunartæki auk þess sem mögulegt er að innrétta sérstaka speglunarstofu sem tengist Sigurgeir á einhvern táknrænan hátt, honum til minningar.
Á myndinni má sjá Þorstein Jóhannesson lækningaforstjóra og Helgu Friðriksdóttur formann sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju veita gjöfunum viðtöku.
Höf.:SÞG