Starfseining: Heilsugæsla Norðursv., 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 15.06.2022 til 04.07.2022.

Starfshlutfall: 100%


Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna starfi yfirlæknis heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Yfirlæknir stýrir daglegum rekstri heilsugæslunnar á Ísafirði, þar sem aðalstarfsstöð er, og ber faglega ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga. 

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Verkefni

 • Yfirumsjón með daglegri starfsemi heilsugæslu á Ísafirði
 • Fagleg ábyrgð á heilsugæsluþjónustu allrar stofnunarinnar
 • Mannaforráð með læknum á heilsugæslu á Ísafirði, þ.m.t. verktökum
 • Umsjón með námi læknanema, kandídata og sérnámslækna
 • Almenn störf heimilislæknis ásamt vinnu á öðrum deildum stofnunar eftir samkomulagi
 • Áætlanagerð, umbætur og þróun starfsemi

Hæfnikröfur

 • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í heimilislækningum
 • Framúrskarandi samskiptafærni og góð leiðtogafærni
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Drifkrafur og árangursmiðað viðhorf

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið