Starfseining: Hjúkrunardeild Tjörn Þingeyri, 470 Þingeyri

Umsóknarfrestur: frá 13.01.2022 til 24.01.2022.

Starfshlutfall: 20-100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir starfsmanni í almennt starf á hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Í boði er fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Möguleiki er á starfshlutfalli frá 20 – 100% og eins er mögulegt að vera í tímavinnu. 

Verkefni

Um er að ræða almenn störf . Hér getur verið gott tækifæri fyrir sjúkraliða sem langar að breyta um umhverfi sem og þá sem hafa aðra almenna menntun. Þetta er kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í hvetjandi starfsumhverfi. 

Á Heilsumiðstöðinni Tjörn starfar öflugur hópur u.þ.b. 15 starfsmanna og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

 

Hæfnikröfur

  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið