Starfseining: Eldhús, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 01.03.2024 til 02.04.2024.

Starfshlutfall: 100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingum í sumarafleysingar í eldhúsinu á Ísafirði. Unnið er á dagvöktum frá kl. 7:00 til 14:00 alla virka daga auk helgarvakta. Í eldhúsinu á Ísafirði starfar 7 manna samhentur og glaðlyndur hópur þar sem lögð er áhersla á samvinnu og lausn verkefna. 

Verkefni

Helstu verkefni í eldhúsi felast í framreiðslu og frágangi á mat til sjúklinga, heimilisfólks og starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða almennt starf en í því felst öll aðstoð við matráða stofnunarinnar.

Hæfnikröfur

  • Samviskusemi og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæð framkoma og þjónustulund
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Íslensku- og/eða enskukunnátta

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið