Starfseining: Skurðdeild, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 27.01.2023 til 13.03.2023.

Starfshlutfall: 70-100%


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða skurðhjúkrunarfræðing til sumarafleysingar frá 1. júní 2023, eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á dagvöktum og eru bakvaktir þess fyrir utan.

Verkefni

Verkefni á deildinni eru afar fjölbreytt. Fyrir utan almenna skurðstofuvinnu eru gerðar maga- og ristilspeglanir og móttaka á slysadeild. Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn skurðhjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi og vinna við fjölbreyttar aðstæður. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Hæfnikröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Sérnám í skurðstofuhjúkrun
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið