Starfseining: Legudeild Patreksfirði, 450 Patreksfjörður

Umsóknarfrestur: frá 07.01.2022 til 17.01.2022.

Starfshlutfall: 20-50%


Við óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á Patreksfirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á Patreksfirði starfa um 45 starfsmenn. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

 

Verkefni

Unnið er með breiðum skjólstæðingahópi og er meðferð veitt á göngudeild og legudeildum sjúkrahússins. 

Mörg tækifæri eru til aukinnar heilsueflingar svo sem með námskeiðum og fræðslu fyrir einstaklinga og hópa. 

Helstu verkefni eru:

  • Skoðun, mat og meðferð
  • Skráning og skýrslugerð
  • Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum
  • Þátttaka í fagþróun

Hæfnikröfur

  • Starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Faglegur metnaður

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið