Starfseining: Hjúkrunardeild Ísafjörður Eyri, 400 Ísafjörður

Umsóknarfrestur: frá 22.01.2024 til 19.02.2024.

Starfshlutfall: 100%


Við leitum eftir sjúkraliðum til að leysa af í sumar á Ísafirði og í Bolungarvík. Um mismunandi vaktir er að ræða.  

 

Verkefni

Um er að ræða almenn störf sjúkraliða á hjúkrunarheimilum.  Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn sjúkraliða sem langar að breyta um umhverfi og upplifa vestfirska sumarið. Þetta er einnig kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu. 

 

Hæfnikröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður og ábyrgð í starfi
  • Íslenskukunnátta

Laun

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tengiliður/ir

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um starfið